Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 17. ágúst 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2018_fill-in-the-blank.jpeg
Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,
 
Sumargrillum Hrafnistu lokið – kærar þakkir!
Í gær fór fram sumargrillveisla okkar á Ísafold í Garðabæ og lauk þar með útgill-hátíðum Hrafnistu þetta sumarið. Er það venja á öllum að hafa amk eina stóra grillveislu fyrir íbúa og starfsfólk á hverju heimili á sumrin. Þó veðrið hafi verið misgott hefur þetta tekist mjög vel og samtals langt yfir 1.000 þátttakendur. Svona fjölmennar grillveislur þarf auðvitað að undirbúa með góðum fyrirvara og margir leggja hönd á plóg við undirbúning, framkvæmd og frágang. Þetta er skemmtilegur siður og er sannarlega flott krydd sem lífgar upp á daginn. Fjöldi mynda úr grillvelsunnunum hafa birst hér á heimasíðunni okkar.
Mig langar að nota þetta tækifæri og þakka þeim fjölmörgu úr ykkar hópi sem lögð hönd á plóg.
Það er forréttindi fyrir Hrafnistu að búa að hafa svona flottu fólki eins og ykkur, á að skipa – kærar þakkir!
 
Hrafnista í fréttum
Við á Hrafnistu þjónustum yfir 1.000 manns á degi hverjum. Aðallega eru þetta eldri borgarar og er markmiðið að aðstoða fólk við að njóta lífsgæða í samræmi við óskir, getu og þarfir hvers og eins. Þetta er mikið og merkilegt starf og auðvitað er mikilvægt að við sjálf höldum því á lofti. Oft gagnrýnum við fjölmiðla fyrir að vilja bara fjalla um neikvæða hluti en við þurfum þá líka að bera þá ábyrgð að vera dugleg að benda á jákvæða hluti og það sem vel er gert.
Í ljósi stærðar okkar og umfangs erum við oft í fjölmiðlum. Sem betur fer er það yfirleitt í jákvæðum nótum. Nær allir fjölmiðlar hafa fjöllað um fullveldishátíðarirnar okkar í sumar og þá sérstaklega verkefnið “Fullveldisbörnin” sem fram fór á Hrafnistu í Reykjavík 19. júlí s.l. Þar á meðal var sérstakur þátttur um verkefnið á Stöð2 þann 6. ágúst s.l. undir nafninu “feðgar á ferð”. Mörg staðarblöð hafa svo fjallað um fullveldishátíðarnar okkar á hverjum stað og til dæmis var baksíða Fjarðarpóstsins í Hafnarfirði nýlega algerlega tileinkuð Hrafnistu.
Loks er gaman að segja frá því að á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu í dag er skemmtileg mynd frá sumargrilli Hrafnistu í Garðabæ sem fram fór í gær.
 
Forvitnileg skýrsla KPMG fyrir Embætti landlæknis
Ég vildi nú vekja athygli ykkar á skýrslu um heildstætt mat á InterRAI mælitækjum fyrir hjúkrunarheimili og á færni- og heilsumati sem KPMG gerði fyrir Embætti landlæknis nú í vor en þessi skýrsla var birt nú á dögunum:
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item35196/Heildstaett-mat-gert-a-InterRAI-maelitaekjum-og-a-faerni--og-heilsumati 
Í skýrslunni er að mörgu leyti tekið undir gagnrýni sem við hér á Hrafnistu, sem og fulltrúar hjúkrunarheimila og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa haldið á lofti undanfarin ár. Meðal annars að ef stjórnvöld ætla að halda áfram að leggja niðurstöður úr RAI–mati til grundvallar fjárveitingu, þá þurfi að uppfæra RAI–mælitækið (InterRAI-NH) sem og halda betur utan um þjálfun og kennslu á tækið. Þá kemur einnig fram að bæta samstarf Embættis landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands við eftirlit með gæðum og greiðslum. 
Við hér á Hrafnistu, rétt eins og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, vonum að skýrslan leiði til þess að gerðar verði nauðsynlegar breytingar til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarheimilanna hvað þetta varðar.
 
Starfsafmæli í júlí
Í júlí voru nokkur formleg starfsafmæli í okkar glæsta starfsmanna hópi. Þeir sem áttu starfsafmæli eru:
3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Þorsteinn Arinbjarnarson og Atli Dagur Sigurðsson, báðir á Sólteig/Mánateig í Reykjavík. Í Hafnarfirði Arna Sif Sigfúsdóttir á Ölduhrauni og Valgerður Bjarnadóttir á þjónustuborði. Sumarrós H Ragnarsdóttir og Supavika Boonarch á Nesvöllum, Árdís Elva Jóhannsdóttir á Hlévangi og Gergana D Hristova í Garðabæ.
5 ára starfsafmæli: Heiðrún Elsa Harðardóttir á Engey/Viðey, Inga Lóa Ragnarsdóttir á Lækjartorgi, Eiríkur Erlingsson á Miklatorgi, Sigurrós Svavarsdóttir í dagþjálfun og Sara Steinunnardóttir á Sólteigi/Mánateigi, öll í Reykjavík.
10 ára starfsafmæli: Rósa Mjöll Ragnarsdóttir aðstoðardeildarstjóri sjúkraþjálfunar og Wenlan Hu á Sólteig/Mánateig, báðar í Reykjavík.
Takk kærlega fyrir tryggð og trúnað við Hrafnistu og til hamingju með áfangann!
 
 
Góða helgi og gleðilega Menningarnótt!
 
Bestu kveðjur,
Pétur
 
 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur