Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 6. júní 2018 - Gestaskrifari er Harpa Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna

Sumarið er tíminn.

Eftir kalt og blautt vor held ég svei mér þá að sumarið sé komið.  Þó að hitastigið sé ekki hátt í borginni þá er sumarhiti og sól í öðrum landshlutum.  Nú bíðum við spennt eftir því að sú gula vermi okkur á suð-vestur horninu líka.  Sumarið er svo stutt á Íslandi og líður svo hratt.  Ég hef oft staðið sjálfa mig að því að vera að bíða eftir sumrinu langt fram í sumarmánuðina – en svo allt í einu er komið fram í ágúst og þá er of seint að ætla að fara að njóta sumarsins.  Við, sem veljum að búa á Íslandi, verðum víst að sætta okkur við að sumarhita gætir ekki alltaf þó kominn sé júní eða júlí, en birtan ætti að duga til að minna okkur á að vera meira úti og njóta þessa tíma ársins.  Við verðum bara að klæða okkur vel ?

Á Hrafnistu tekur starfsemin á sig léttari og ferskari blæ yfir sumartímann, allt unga sumarstarfsfólkið lífgar upp á umhverfið og ber með sér hressileika, gleði og falleg bros.  Það kann heimilisfólkið vel að meta.  Fasta starfsfólkið kemst í langþráð frí eftir annasaman vetur og kemur endurnært til baka í vinnuna aftur eftir frí.

Á næstu dögum verður gengið frá greiðslu launaþróunartryggingar til starfsmanna sem eru í stéttarfélögum ASÍ og BSRB og einnig sérstökum lífeyrisauka fyrir starfsmenn stéttarfélaga innan ASÍ sem samið var um á síðasta ári.  Það hefur ekki gengið þrautalaust að fá ríkið og Sjúkratryggingar Íslands til að ganga frá greiðslum vegna þessara samninga, en SFV hefur haldið aðilum vel við efnið síðustu mánuði og loks sér fyrir endann á þeirri baráttu. 
Einnig var gengið frá kjarasamningi milli SFV og BHM í síðustu viku, með gildistíma frá 1. september 2017.  Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í BHM félögunum og verður greitt skv. samningum til viðkomandi starfsmanna í kringum mánaðarmótin júní/júlí.

Nýverið var kynnt afkoma rekstrar Hrafnistuheimilanna á árinu 2017 og var niðurstaðan í stórum dráttum vel ásættanleg og í takt við áætlanir.  Einnig höfum við tekið saman rekstrartölur fyrir fyrstu 3 mánuði ársins 2018 og er sú niðurstaða einnig að mestu í takt við áætlanir fyrir tímabilið. 

Það er því ekkert að vanbúnaði og við göngum glöð inní sumarið og munum að njóta vel.  

Sumarið er tíminn ....

Góða helgi.


Harpa Gunnarsdóttir,
Fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna.

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur