Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 1. júní 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 1. júní 2018.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Sjómannadagurinn er á sunnudag!

Vonandi hefur ekki farið framhjá neinu ykkar að Sjómannadagurinn er á sunnudaginn. Minningardagur um drukknaða sjómenn og hátíðarhöld Sjómannadagsins eru jú upprunalega tilefnið að stofnun Sjómannadagsráðs og enn þann dag í dag eru hátíðarhöldin lykilatriðið í starfsemi Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna.

Af þessu tilefni verður að vanda mikið um dýrðir á öllum Hrafnistuheimilunum á sunnudaginn og verður hefðbundin dagskrá á öllum okkar heimilum sem ég hvet ykkur til að kynna vel fyrir íbúum og ættingjum. Kærar þakkir til ykkar allra og ykkar fólks við að leggja hönd á plóginn í undirbúningsferlinu.

81. árgangur Sjómannadagsblaðsins er kominn út og er um að gera að hafa blaðið sýnilegt sem víðast á okkar heimilum, nóg er til.

Að lokum er rétt að minna ykkur á aðalhátíðarhöldin á Grandagarði í Reykjavík alla helgina (Hátíð hafsins og Sjómannadagurinn) og við höfnina í Hafnarfirði á sunnudag, þar sem hátíðarhöld fara fram með tilheyrandi skemmtiatriðum og formlegheitum.

www.hatidhafsins.is

https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/sjomannadagurinn-2018

 

Mikilvægi endurhæfingar og hreyfingar aldraðra til að seinka búsetu á hjúkrunarheimili.
Í starfi mínu sem forstjóri Hrafnistuheimilanna þarf ég reglulega að vera í samskiptum við fjölmiðla varðandi ýmislegt í starfsemi Hrafnistuheimilanna en einnig öldrunar- og heilbrigðismál almennt. Stundum tek ég mig til og hef umfjöllun um það hér í vikusendingunni eða við deilum á heimasíðu Hrafnistu. Nýlega var Spegillinn á RÚV með forvitnilegar vangaveltur um öldrun þjóðarinnar og forvarnir og heilsueflingu þjóðarinnar. Þó við á Hrafnistu starfrækjum um 25% hjúkrunarrýma á Íslandi eru við dugleg að taka þátt í umræðunni um ávinning þess að þjálfa/endurhæfa aldraða svo þeir þurfi síður (eða amk að seinka) að fara inn á hjúkurnarheimili. Viðfangsefnið reyni ég jafnan að nálgast með jákvæðum hætti. Þetta er bæði ódýrara fyrir samfélagið okkar en mikilvægast er þó ávinningurinn að auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem eiga í hlut. Hér er umfjöllun Spegilsins um málið ef einhverjir hafa áhuga á að skoða betur.

http://www.ruv.is/frett/vonir-bundnar-vid-hreysti-framtidaroldunga

 

Hefð fyrir biðlistum?

Í fréttum undanfarin misseri er oft og iðulega verið að ræða um biðlista þjónustunnar í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.  Mér var bent á þessa frétt úr Þjóðviljanum fá 9. júlí 1975 og virðist á þessu sem biðlistar séu ekki nýjir af nálinni ?

 

b_1100_496_16777215_00_images_bidlistar.jpeg

 

Starfsafmæli í júní

Nú í júní fagna nokkrir samstarfsmenn okkar hér á Hrafnistu formlegum starfsafmælum. Allir fá afhentar gjafir af því tilefni. Þessir starfsmenn eru:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Birna María Einarsdóttir deildarstjóri, Inga Rún Óskarsdóttir og Karen María Einarsdóttir, allar á Lækjartorgi, Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir í iðjuþálfun og félagsstarfi og Joanna Wilchowska í eldhúsi. Í Hafnarfirði eru það Róberta Sól Bragadóttir, Anna Björk Sigurjónsdóttir og Elísabeth Saga Pedersen, allar á Báruhrauni, Sandra Rós Helgadóttir og Chithra Gurudaneya Wedagedara á Öldurhrauni og Hekla Jóhannsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni. Á Nesvöllum eru það Parpai Mekavipat, Iwona Czaplinska, Anna Elzbieta Wojciechowska og Mayuree Damalee. Á Hlévangi eru það Heiðrún Tara Stefánsdóttir og Anita Gawek og í Garðbæ Valgerður Gylfadóttir.

5 ára starfsafmæli: Guðmunda Steingrímsdóttir í dagþjálfun og  Lena Rós Þórarinsdóttir og Hanna Jónsdóttir, báðar á Sólteigi/Mánateigi en þær starfa allar í Reykjavík.

15 ára starfsafmæli: Juliette Marjorie Marion á Mánateigi og Kristín Hrund Andrésdóttir á Miklatorgi, báðar í Reykjavík.

Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir ykkar góðu störf!

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur