Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 27. mars 2015 - Pétur Magnússon forstjóri

Páskarnir framundan!

Það er heldur betur farið að styttast í páska. Ég vil nota tækifærið hér og óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra og gleðilegra páskahátíðar. Ég vona að þið náið öll að eiga góðar stundir og nú leggjumst við á eitt að láta góða veðrið fara að sjá sig!

 

Heimasíðan í endurnýjun

Töluverð vinna stendur yfir þessa dagana við að endurnýja heimasíðu Hrafnistuheimilanna. Þó síðan hafi verið vinsæl síðustu ár og mikið notuð er ansi margt á henni orðið barn síns tíma, meðal annars hugbúnaðurinn sem síðan er sett upp í. Vinnuhópur er nú að endurnýja síðuna með því að gera hana einfaldari, léttari og markvissari þó án þess að rýra upplýsingagildi.

Það er von mín að ný síða líti dagsins ljós í vor og vonandi tekst vel til.

 

Starfsafmæli í febrúar

Því miður hefur farist fyrir hér á þessum vettvangi að að geta þeirra glæstu starfsmanna í okkar hópi sem fögnuðu formlegu starfsafmæli í febrúar. Þetta eru:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík voru það Sigríður Steinunn Barðadóttir á deild H2 og Valgeir Elíasson, deildarstjóri bókhalds. Í Hafnarfirði voru það Thejani Lankathilaka, Svanhildur Eysteinsdóttir og Davíð Jacobsen, öll á Bylgjuhrauni og María Holbickova á Sjávar-/Ægishrauni. Í Kópavogi voru það svo Sigríður María Jónsdóttir í Vinaþingi og Guðrún Jónsdóttir í Orkuþingi og Gunnhildur Sveinbjarnardóttir á Spóalundi.

5 ára starfsafmæli: Jóhanna Jakobsdóttir aðstoðardeildarstjóri í Kópavogi. Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir á deild DEFG-3, Snorri Heimisson í eldhúsi, Stella Davíðsdóttir sjúkraþjálfari, Úlfur Reynisson á hjúkrunarvist, Björg Snjólfsdóttir í verslun/móttöku og Kristín Pétursdóttir á deild EFG-2, öll í Reykjavík.

10 ára starfsafmæli: Dagbjört Jakobsdóttir á vinnustofu í Hafnarfirði.

15 ára starfsafmæli: Vaka Reynisdóttir á Báruhrauni og Guðbjörg Bjarnadóttir í sjúkraþjálfun, báðar í Hafnarfirði.

Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir tryggðina við starfsemi Hrafnistu!

 

Gleðilega páska!

Pétur

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur