Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Félagsstarfið Árskógum

Í Árskógum er rekið, á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, opið félagsstarf fullorðinna, 18 ára og eldri, þar sem allir eru velkomnir.

Opið félagsstarf felur í sér að ókeypis aðstaða/húsnæði er í boði og er það opið aðilum sem geta staðið þar fyrir ýmsum námskeiðum. Starfsmenn félagsstarfsins eru einnig hópum innan handar um ýmis viðvik.  Ýmis námskeið eru í boði með leiðbeinanda og er þá greitt lágt þátttökugjald fyrir þau námskeið.

Markmið félagsstarfs er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.

Félagsstarfið í Árskógum er opið frá kl. 8.30 - 16.00 alla virka daga. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi með það að markmiði að höfða til sem flestra. Í boði er öflug dagskrá með skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum sem færir leiðbeinendur, sjálfboðaliðar og verktakar leiða. Hægt er að kaupa hádegisverð, en panta og afpanta þarf með fyrirvara í síðasta lagi kl. 9.00 þann dag sem á borða. Hægt er að vera í fastri áskrift eða panta þegar vill og er reikningur sendur í heimabanka eftir hvern mánuð. Morgunverður og kaffisala er í boði á vegum Skógarbæjar sem öllum er velkomið að sækja.

Félagsrýmið er með fjölbreyttri aðstöðu sem nýtist vel fyrir ýmiskonar hreyfingu, félagsstarf, fundi og ýmsa viðburði. Gott og notalegt rými er til staðar með fínu dansgólfi sem nýtist fyrir kaffi, spjall, bíósýningar, fyrirlestra og annað.

Frjáls aðgangur er að opnum rýmum en þó þarf að athuga hvort rýmin séu laus það skiptið því fastsettir tímar eru fyrir mismunandi tómstundir.  Einnig er möguleiki á að lána húsnæðið til ýmiskonar námskeiða, hópa- og klúbbastarfs eftir opnunartíma. Gestir hafa aðgang að tölvu og spjaldtölvum og nýjustu dagblöðin liggja jafnan frammi til lestrar.

Starfsfólk tekur öllum hugmyndum fagnandi og er tilbúið að vinna að þeim með þér svo ekki hika við að hafa samband við okkur.

Umsjónarmaður Félagstarfs í Árskógum er Anna Bjarnadóttir, anna.kristin.bjarnadottir[hja]reykjavik.is 

Símatími er milli kl. 8.30-15.00 í síma 411 2600. 

Hárgreiðslustofa 

Rebekka María Sigurðardóttir er hárgreiðslumeistari á Hrafnistu í Skógarbæ. Hárgreiðslustofa er staðsett á 2. hæð þjónustumiðstöðvarinnar að Árskógum 4. Tímapantanir eru í síma 869 6998.

Fótaaðgerðarstofa 

Á Hrafnistu í Skógarbæ er starfandi fótaaðgerðastofa þar sem Rósa Ág. Morthens er starfandi fótaaðgerðarfræðingur. Fótaaðgerðastofan er staðsett á 2. hæð þjónustumiðstöðvarinnar að Árskógum 4.  Tímapantanir eru í síma 862 7579. 
 
 

Til baka takki

Fótur - skogarbær

Hrafnista Skógarbær ~ Sími 510 2100 ~  Árskógum 2 ~ 109 Reykjavík ~ kt. 530596-2739 ~ hrafnista@hrafnista.is

 

 

 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur