Leit

social link

 

Topp slide - kopavogur

 Deildin er skipulögð og stjórnað af iðjuþjálfa. Markmið deildarinnar er að viðhalda og bæta líkamlega, félagslega og vitsmunalega færni einstaklinga með félagsstarfi og hópavinnu. Flestum er það mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og því eru hlutverk og tækifæri til að njóta þeirrar iðju sem einstaklingurinn hefur áhuga á hverju sinni mjög þörf. Þátttakan getur haft jákvæð áhrif á heilsu og líðan hans. Hlutverk deildarinnar er að bjóða upp á samverustundir, einstaklings-og hópastarf til þess að styrkja m.a. sjálfsímynd einstaklinga og stuðla að aukinni vellíðan.

 

Félagsstarf á vegum iðjuþjálfunar á hjúkrunardeildum

Tilgangurinn með starfinu er að bjóða heimilismönnum upp á fjölbreytta afþreyingu. Starfið fer fram í nærumhverfi heimilismannsins þar sem meðal annars ar lesið úr blöðum og bókum, lesnar sögur, rætt um heima og geima, farið í gönguferðir, bæði utandyra og um húsið og fjölmargt annað.

 

Minningarstarf og hópastarf

Þar er lögð áhersla á gleði og félagsleg tengsl. Að rjúfa félagslega einangrun heimilismanna og stuðla að samveru með öðru heimilisfólki í gegnum endurminningar eða önnur umræðuefni. Hópastarfið fer fram vikulega og eru tveir hópar starfsræktir. Það skapast skemmtilegar umræður um fortíðina og gamla tíma þar sem fólk nær að ræða um meðal annars sínar heimabyggðir og uppvöxt.

 

Slökun

Slökun á vegum iðjuþjálfunar fer fram einu sinni í viku. Hún er byggð á hugmyndafræði hugrænnar atferlisfræðar þar sem farið er yfir einfaldar og fljótlegar leiðir til að slaka á líkamlegri, andlegri eða tilfinningalegri spennu.

 

Deildarstjóri iðjuþjálfunar Hrafnistu í Kópavogi er Sigurbjörg Hannesdóttir iðjuþjálfi. Netfang hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Til baka takki

Fótur - kpv

Hrafnista Kópavogi ~ 480210-2040 ~ Aðalsími 531 4000 ~ Fax 531 4009 ~ Boðaþingi 5-7 ~ 203 Kópavogi ~ hrafnista@hrafnista.is

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS