Leit

social link

 

Topp slide - hafnarfj

Sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði er staðsett á fyrstu hæð heimilisins í B-álmu. Deildin var endurbætt og stækkuð árið 2005 og er rúmgóð og björt. Húsnæðið skiptist í tækjasal, vinnuaðstöðu fyrir sjúkraþjálfara með klefum og opnu rými, vinnu- og kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk og sundlaug ásamt tveim heitum pottum. Íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði og íbúar við Naustahlein, Boðahlein og Hraunvang geta nýtt sér þjónustuna.  Deildin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 – 15:30.  Sundlaugin opnar kl. 08:15  alla virka daga og er lokunartími sveigjanlegur.  Eftir lokun sundlaugar er hún leigð utanaðkomandi aðilum.


Sjúkraþjálfun

Öllum heimilismönnum býðst einstaklingsmeðferð í sjúkraþjálfun að undangenginni skoðun og mati læknis. Sjúkraþjálfarar annast hluta af RAI-hjúkrunarþyngdarmati heimilismanna og taka þátt í fræðslu fyrir starfsfólk heimilanna. 

Markmið sjúkraþjálfunar er að auka lífsgæði heimilismanna með aðferðum sjúkraþjálfunar, til dæmis að minnka verki, auka hreyfanleika og viðhalda færni. Sjúkraþjálfarar vinna að þessu markmiði í samvinnu við annað starfsfólk hjúkrunarheimilisins. Heimilismönnum stendur til boða æfingameðferð eða önnur sérhæfðari meðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. M.a. er um að ræða almenna æfingaþjálfun, gönguferðir og  stólaleikfimi. Yfir sumartímann stendur deildin einnig fyrir ýmsum atburðum, s.s gönguferðum og kvennahlaupi. 

Deildarstjóri sjúkraþjálfunar er Bryndís F. Guðmundsdóttir.  Netfangið hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Íþróttastarf

Nánari upplýsingar á leiðinni.


Sundlaug

Sundlaugin er opin alla virka daga frá kl. 8:15 -12:00 en heimilismenn verða að vera komnir ofan í laugina fyrir kl. 11:20.

Opið er sem hér segir:

Mánudagar: Frá kl. 08:15 -  09:00  og  frá kl. 10:15 -11:20. 

Þriðjudagar:       Frá kl. 08:15-  09:00  og  frá kl. 10:15 -11:20.

Miðvikudagar: Frá kl. 08:15 -  11:20. 

Sundleikfimi  kl. 9:30.  

Sundleikfimi  kl. 10:00. 

Fimmtudagar: Frá kl. 08:15  - 11:20. 

Föstudagar: Frá kl. 08:15 -  11:20. 

Sundleikfimi  kl. 9:30 og  Sundleikfimi  kl. 10:00.

 

 

Til baka takki

Fótur - hfj

Hrafnista Hafnarfirði ~ 491177-0129 ~ Aðalsími 585 3000 ~ Hraunvangur 7 ~ 220 Hafnarfirði ~ hrafnista@hrafnista.is

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS